[smoothslider id='1']

OA á Íslandi

Opinn aðgangur er kominn tiltölulega skammt á veg hér á landi, samanborið við mörg nágrannalönd okkar. Þrátt fyrir að kveðið sé á um opið aðgengi að rannsóknaniðurstöðum í stefnu Vísinda- og Tækniráð 2010-2012 hafa flestir íslenskir háskólar, stofnanir og rannsóknarsjóðir ekki markað sér formlega OA stefnu.

Þetta er þó að breytast hratt. Háskólinn á Bifröst kom sér upp OA-stefnu í janúar 2012. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn skrifaði undir Berlínaryfirlýsinguna  í október 2012. Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) hefur kynnt nýjar reglur um opið aðgengi sem taka gildi í janúar 2013. Eftir langan aðdraganda hefur Háskóli Íslands birt stefnu sína um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum og lokaverkefnum sem var samþykkt af háskólaráði 6. febrúar 2014 og á að taka gildi í júlí 2014.

Vefsíður og greinaskrif

Rafræn varðveislusöfn

Íslensk tímarit í opnum aðgangi

Eftirfarandi rit eru skráð í DOAJ – Directory of Open Access Journal:

OA á alþjóðavísu

Víða erlendis eru til formleg OA samstarfsnet eða starfseiningar á landsvísu sem halda úti vefsíðum, t.d. á hinum Norðurlöndunum (Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland) og Hollandi.

Evrópusambandið hefur síðan 2008 lagt áherslu á OA í styrkjastefnu sinni, þ.á.m. í FP7 rammaáætluninni sem margir íslenskir vísindamenn hafa sótt í. Hluti af þessu átaki er OpenAIRE verkefnið sem heldur úti upplýsingagátt um OA og veitir aðra þjónustu:

Önnur umfjöllun

Fréttir og viðburðir

Fréttasafn