Nýjar reglur Rannís um OA taka gildi eftir áramót

Posted by & filed under Uncategorized.

Eins og komið hefur fram hér áður hefur Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) síðustu mánuði unnið að stefnu sinni um opið aðgengi. Samkvæmt frétt á vef Rannís er þeirri vinnu nú lokið og munu nýjar reglur með OA ákvæði taka gildi eftir áramót. Af http://www.rannis.is/sjodir/opinn-adgangur/ (OA klausuna í reglum til styrkþega má finna á sömu síðu): Niðurstöður rannsóknaverkefna, sem styrkt eru, að hluta til… Read more »

Upptaka frá málstofu um OA í Háskólanum á Akureyri

Posted by & filed under Uncategorized.

Við Sólveig tókum þátt í málstofu um opið aðgengi við Háskólann á Akureyri fyrir skömmu. Málstofan var liður í afmælisdagskrá Háskólans og var samstarfi við bókasafn Sjúkrahússins á Akureyri. Áhugasamir geta kíkt á upptöku sem er aðgengileg gegnum vefsjónvarp H.A. Það vantar 1-2 mínútur framan á fyrra erindið, upptakan hefur ekki farið af stað alveg strax. Erindin okkar voru svipað uppbyggð… Read more »

Rannís vinnur að reglum um opið aðgengi

Posted by & filed under Uncategorized.

Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) vinnur um þessar mundir að reglum um opið aðgengi að rannsóknaniðurstöðum (e. funder mandate). Þetta kom fram í erindi Guðlaugar Kristjánsdóttur á OA örmálþinginu um daginn (sjá glærur sem PDF).  Stefnt er að því bæta ákvæði um opið aðgengi inn í samninga við rannsóknaraðila sem verða undirritaðir fyrir næsta styrktímabil (þ.e. í byrjun árs 2013). Rannís… Read more »

Glærur frá örmálþingi

Posted by & filed under Uncategorized.

Við þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína í Öskju í gær til að taka þátt í Open Access vikunni með okkur. Glærum frá erindunum eru aðgengilegar á síðu viðburðarins og líka hér fyrir neðan:

Bæklingur og veggspjald frá OpenAIRE

Posted by & filed under Uncategorized.

Í tilefni OA vikunnar hefur OpenAIRE sent frá sér kynningarefni. Smellið á tenglana eða myndirnar fyrir neðan til að ná í PDF-skrár í fullri stærð. Bæklingur    Veggspjald

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn undirritar Berlínaryfirlýsinguna

Posted by & filed under Uncategorized.

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur undirritað Berlínaryfirlýsinguna um opinn aðgang. Þar með staðfestir safnið stefnu sína varðandi opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé. Hægt er að fræðast um Berlínarsamþykktina hér: http://oa.mpg.de/berlin-prozess/berliner-erklarung/ Heildarlista yfir þá sem hafa skrifað undir samþykktina má sjá hér: http://oa.mpg.de/lang/en-uk/berlin-prozess/signatoren/

OA vikan: Örmálþing í Öskju föstudaginn 26. okt

Posted by & filed under Uncategorized.

Í tilefni  af alþjóðlegu Open Access vikunni  síðar í mánuðinum verður haldið örmálþing um OA í Öskju (Náttúruvísindahúsi Háskólans) stofu 130 föstudaginn 26. okt. kl. 12:30 – 13:20. Dagskrá og frekari upplýsingar Viðburðurinn er hluti af föstudagsfyrirlestraröð Líf- og umhverfisvísindastofnunar.