Posted by & filed under Uncategorized.

Njörður Sigurjónsson við Háskólann á Bifröst skrifar grein í Fréttablaðið og varpar fram þeirri spurningu af hverju opinn aðgangur er ekki lengra kominn hér á landi en raun ber vitni:

[..] Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist?

Opinn aðgangur er hagur almennings og fræðimanna

Comments are closed.