Posted by & filed under Uncategorized.

Háskólinn á Bifröst hefur sett sér það markmið að sem flestir geti notið afurða þess vísindastarfs sem unnið er innan skólans. Til þess að svo megi verða hafa starfsmenn samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, nema til komi sérstakar aðstæður, annað hvort í gegnum tímarit sem gefin eru út í opnum aðgangi eða með safnvistun. Þá vill skólinn gera vísindagreinar ritaðar af starfsmönnum aðgengilegar og vista þær í opnum gagnagrunnum s.s. Skemmunni en þar eru lokaverkefni nemenda skólans nú þegar aðgengileg almenningi.

Með þessari ákvörðun er Háskólinn á Bifröst fyrstur íslenskra háskóla til þess að setja sér ákveðna stefnu um birtingar í opnum aðgangi, en margir af virtustu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum.

OA stefnan í heild sinni: http://www.bifrost.is/islenska/um-haskolann/opinn-adgangur/

Njörður Sigurjónsson við Háskólann á Bifröst fjallar um OA stefnuna í grein sinni ScieCom Info:

An Open Access mandate in Iceland ScieCom Info Vol 8, No 1 (2012). http://nile.lub.lu.se/ojs/index.php/sciecominfo/article/view/5425 (PDF))

[..] Í þessari grein er gerð grein fyrir þeirri yfirlýsingu sem samþyktt var af akademískum starfsmönnum skólans og þeirri skuldbindingu sem þeir taka á sig varðandi opinn aðgang að vísindagreinum. Þá er minnst á mikilvægi þess við alla umræðu að halda skilaboðunum skýrum, vísa til virtra erlendra háskóla sem þegar hafa tekið upp álíka stefnu, leggja áherslu á samfélagslega kosti opins aðangs, kosti þess að vera fyrst, og að lokum möguleikum á að fá undantekningu frá reglunni ef um sérstakar aðstæður er að ræða.

Comments are closed.