Posted by & filed under Uncategorized.

Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) vinnur um þessar mundir að reglum um opið aðgengi að rannsóknaniðurstöðum (e. funder mandate). Þetta kom fram í erindi Guðlaugar Kristjánsdóttur á OA örmálþinginu um daginn (sjá glærur sem PDF). 

Stefnt er að því bæta ákvæði um opið aðgengi inn í samninga við rannsóknaraðila sem verða undirritaðir fyrir næsta styrktímabil (þ.e. í byrjun árs 2013). Rannís hyggst með þessu tryggja að þekking sem verður til fyrir tilstilli úthlutaðs rannsóknarfjármagns verði aðgengileg sem flestum og nýtist sem víðast, ekki bara þeim sem efni á að kaupa aðgang að lokuðum tímaritum (sjá Af hverju OA?).

Þessi vinna Rannís er í samræmi við stefnu Vísinda- og Tækniráðs fyrir 2010-12 sem segir m.a. eftirfarandi:

1. Gerðar verði kröfur um að niðurstöður rannsókna sem njóta opinberra styrkja verði birtar í opnum aðgangi og mótuð verði opinber stefna þar að lútandi.

Reglurnar eru enn í vinnslu og því er ekki hægt að segja til um nákvæmlega þetta verður útfært. En þó bendir margt til að áhersla verði lögð á grænu leiðina og skil í varðveislusöfn (sjá Hvað er OA?), frekar en gullnu leiðina og birtingu í OA fræðiritum eins og niðurstaðan varð í Bretlandi (sjá t.d. umfjöllun hér).

Ef þessi áform ganga eftir og næst að klára reglubreytingarnar tímanlega þá verður þetta mjög mikilvægt skref í rétt átt hvað varðar útbreiðslu OA á Íslandi, þar sem Rannís fjármagnar stóran hluta rannsóknastarfsemi á Íslandi.

Comments are closed.