Posted by & filed under Uncategorized.

Við Sólveig tókum þátt í málstofu um opið aðgengi við Háskólann á Akureyri fyrir skömmu. Málstofan var liður í afmælisdagskrá Háskólans og var samstarfi við bókasafn Sjúkrahússins á Akureyri. Áhugasamir geta kíkt á upptöku sem er aðgengileg gegnum vefsjónvarp H.A. Það vantar 1-2 mínútur framan á fyrra erindið, upptakan hefur ekki farið af stað alveg strax.

Erindin okkar voru svipað uppbyggð og í sömu röð og í Öskju í OA-vikunni um daginn:

  • Kl. 11:00 OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju? – Guðmundur Á. Þórisson, Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ
  • Kl. 11:30 Græna leiðin til OA á Íslandi: rafræn varðveislusöfn – Sólveig Þorsteinsdóttir, Heilbrigðisvísindabókasafn LSH 

Við slógum reyndar tvær flugur í einu höggi í þessari Akureyrarferð, því við fluttum sömu erindin fyrr um morguninn á fundi hjá læknum við Sjúkrahúsið.
 
Við þökkum Ragnheiði hjá bókasafni Sjúkrahússins og Piu hjá bókasafni H.A. kærlega fyrir að bjóða okkur og taka á móti okkur. Vonandi verður framhald á þessari samvinnu okkar á milli á OA-vettvanginum.

Comments are closed.