Posted by & filed under Uncategorized.

Þróunarlíffræðingurinn, vísindabloggarinn og OA-sinninn Arnar Pálsson við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands skrifar um PLoS ONE fræðiritið, opinn aðgang og fleira:

Að senda í PLoS One

Það er ótrúlegur léttir að senda loks frá sér handrit að vísindagrein, eftir kannski margra ára vinnu. Í síðustu viku sendi ég handrit til PLoS One um rannsókn á erfðabreytileika í ónæmisgenum Þingvallableikjunnar, og samanburð á nokkrum öðrum stofnum hérlendis.

PLoS (Public Library of Science) er sjálfseignarstofnun sem gefur út vísindagreinar í opnum aðgangi, sem þýðir að hver sem er á jörðinni getur lesið greinina.

Hann talar einnig um ný tól hjá PLoS sem sýna ekki einungis fjölda hefðbundinna tilvitnana í fræðigreinar sem birtast í PLoS, heldur einnig alls kyns öðruvísi mælistikur eða mælikvarða (e. alternative metrics, oft kallað AltMetrics) á áhrif þeirra (e. impact). Til að mynda hversu oft grein hefur verið skoðuð eða vistuð sem PDF-skrá, hversu margir hafa bókamerkt hana á CiteULike eða tíst um hana á Twitter o.fl. (hér er dæmi). Sjá meira um AltMetrics hjá PLoS hér: http://article-level-metrics.plos.org

Sumir aðrir fræðiútgefendur eru líka farnir að bjóða upp á sams konar þjónustu. Einnig eru spennandi hlutir að gerast annarsstaðar í kringum öðruvísi mælikvarða, til dæmis ImpactStory sem gefir höfundum kleift að skoða og sýna ýmis konar mælikvarða á áhrif verka sinna, þar á meðal hefðbundnar greinar, gagnasöfn, forritakóða og fleira.

Comments are closed.