Posted by & filed under Uncategorized.

Starfshópur um mótun stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang var skipaður í nóvember 2011. Hópurinn skilaði af sér stefnudrögum 20. mars á síðasta ári. Síðan þá hefur málið verið í umsagnarferli innan Háskólans sem Vísindasvið hefur haft umsjón með.

Á meðan umsagnarferlið hefur verið í gangi hefur upplýsingagjöf því miður verið lítil sem engin. Þar ber helst að nefna að sjálfum stefnudrögunum og meðfylgjandi skjölum aðeins verið dreift í tölvupósti til hluta akademískra starfsmanna. Eðlilegast hefði verið að birta þessi gögn á vef Háskólans strax á síðasta ári og kynna vel innan Háskólans og utan.

Til að bæta úr þessu eru helstu málsgögn talin upp hér fyrir neðan og saga málsins rakin í stórum dráttum, svo allir háskólamenn sem og aðrir áhugasamir geti kynnt sér málið og umfjöllunina:

Fundargerð frá Háskólaþingi hefur ekki enn verið birt á aðalvef Háskólans, en samkvæmt þessu minnisblaði um niðurstöður þingsins var ályktað um að “fela rektor að halda áfram vinnu við mótun stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum og lokaverkefnum, á grunni tillagna starfshóps um málið og umsagna og umræðna á háskólaþingi 19. apríl 2013, og leggja fyrir háskólaráð“.

Slóðin endar svo í fundargerð  Háskólaráðs frá 2. maí s.l. þar sem þessi ályktun Háskólaþings er staðfest, og málið þannig komið í heilan hring.

Comments are closed.