Posted by & filed under Uncategorized.

British Academy for the humanities and social sciences birti nýverið safn átta greina um OA sem flestar/allar hafa birst á bloggsíðum eða annarsstaðar, undir fyrirsögninni Debating Open Access. Það má benda sérstaklega á tvær greinanna:

Stuart Shieber, sem fyrr lipur penni, skrifar um fjölbreytni OA “vistkerfisins” og það góða/slæma við bresku Finch skýrsluna umtöluðu:

Ecumenical open access and the Finch Report principles

The principles underlying the Finch report – access, usability, quality, cost and sustainability – are broadly to be commended. However, the report’s specific recommendations are short-term prescriptions that may lead to a limited increase in the amount of OA at a very high cost.

Alveg yfir á hinum vængnum er svo söguprófessorinn Robin Osborne. Sá náungi er alfarið á móti opnum aðgangi og finnst hefðbundna “lesandi borgar” nálgunin (þ.e. lokuð áskriftarrit) bara fínasta lausn til að birta og dreifa fræðiþekkingu:

Why open access makes no sense

There can be no such thing as free access to academic research. Academic research is not something to which free access is possible. Academic research is a process – a process which universities teach (at a fee).

Þetta er gríðarlega fornaldarlegt “elítista” viðhorf, misskilningur á hvað OA er og eiginlega stórfurðuleg röksemdafærsla út í gegn. Íslandsvinurinn Glyn Moody (sá sem hélt erindi á RDFC ráðstefnunni okkar í fyrra) kallar þetta enda  “easily the most arrogant & dim-witted article I’ve ever read on OA”.  Meira í umfjöllun Mike Taylor og frekari viðbrögð frá lesendum Guardian þar sem styttri útgáfa pistils Osborne var birt.

Comments are closed.