Posted by & filed under Uncategorized.

Alþjóðlega Open Access vikan verður haldin hátíðleg 21. til 27. október næstkomandi. Í tilefni af þessu stendur OA Ísland, í samstarfi við Rannís og Háskólann í Reykjavík og með stuðningi fleiri aðila, fyrir málþingi um opinn aðgang að fræðiefni þann 25. október næstkomandi í fyrirlestrarsal HR. Aðalfyrirlesari verður Mikael Elbæk frá DTU í Danmörku.

Mikael Elbæk

Markmið málþingsins er að fræða almenning og fræðasamfélagið á Íslandi um opinn aðgang og hvetja til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffi & með því.

Áhugasamir geta skráð sig til þáttöku á vefsíðu málþingins þar sem finna má dagskrá og ítarlegri upplýsingar.

 

Viðhengi

Háskólinn í Reykjavík
Filename : hr.jpg ( )
Caption :

Comments are closed.