Posted by & filed under Uncategorized.

Sólveig Jakobsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður RANNUM –  Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun, skrifar á bloggi sínu um opinn aðgang í menntarannsóknum og fer þar um víðan völl:

[..] Fyrir tæpu ári síðan sagði ég mig úr ritstjórn tímarits sem ég hef verið í allmörg undanfarin ár. Það var þá komið í hæsta gæðaflokk (A) samkvæmt ERIH-viðmiðum sem þýðir að fyrir birtingu greinar í því tímariti hefði ég eða aðrir fræðimenn við Háskóla Íslands fengið 20 stig (sjá vinnumatsreglur frá 2012). Á hinn bóginn var þetta tímarit ekki í opnum aðgangi og áskrift í landsaðgangi að tímaritinu var ekki lengur virk. Ég hefði því aldrei hvatt fólk hér á landi til að birta efni í tímaritinu þar sem það væri óaðgengilegt án gjalds og töluverðrar fyrirhafnar fyrir fræðimenn, nemendur, kennara eða almenning hér á landi.[..]

Pistillinn í heild sinni á bloggsíðu Sólveigar.

Comments are closed.