Aukinn sýnileiki og áhrif – Vísindaframlög í opnum aðgangi eru aðgengileg breiðari lesendahópi, eru lesin af fleirum og það er oftar vitnað í þau. Þetta leiðir af sér aukin áhrif eða “slagkraft” framlagsins (e. impact) fyrir höfunda og rannsóknarstofnanir sem þeir vinna fyrir, og sjóðir sem fjárfesta í rannsóknunum fá meira fyrir peningana.

Frjáls aðgengi að upplýsingum og þekkingu – Óhindrað aðgengi eflir og hraðar á rannsóknar- og uppgötvunarferlinu fyrir alla þáttakendur í vísinda- og fræðastarfsemi, ekki bara fyrir þá sem hafa efni á að kaupa áskrift að lokuðum fræðiritum. Til dæmis hafa vísindamenn í þróunarlöndunum aðeins aðgang að litlum hluta alls útgefins fræðiefnis, samanborið við kollega sína í vestrænum ríkjum.

Aðgengi almennings – Meirihluti rannsóknastarfsemi er fjármagnaður gegnum rannsóknarsjóði á vegum hins opinbera (t.d. Rannís á Íslandi). Almennir skattborgarar hafa skýlausan rétt á að nálgast niðurstöður rannsókna sem þeir hafa sjálfir borgað fyrir.

Samfélagslegur ávinningur – Opinn aðgangur leiðir einnig til víðtækari ávinnings fyrir samfélagið í heild, óháð því hvort einstaklingar nálgast og nýta sér vísindaefni beint. Til dæmis gagnast hraðari framfarir í læknavísindum og aukið aðgengi að nýjustu þekkingu öllum þeim sem þurfa á læknisþjónustu að halda.


Við mælum einnig með eftirfarandi: