Vefurinn er rekinn af óformlega félagsskapnum OA Ísland. Helstu markmið okkar er að stjórnvöld, háskólar og opinberar stofnanir sem stunda eða styrkja rannsóknir og vísindastarf setji sér stefnu um birtingar efnis í opnum aðgangi. Einnig stefnum við að því að íslenskir háskólar skrifi undir Berlínarsamþykktina frá árinu 2003.

Hvernig get ég tekið þátt?

Sem stendur er OA Ísland ekki formleg félagasamtök sem hægt er að skrá sig í. Hinsvegar get allir sem láta sig málið varða skráð sig á póstlistana okkar til að fylgjast með og að taka þátt í umræðunni:

oa-island@googlegroups.com – Fyrir frjálsar umræður, engin ritstýring. Sendið tölvupóst á oa-island+subscribe@googlegroups.com til að skrá ykkur. Þeir sem hafa Google aðgang geta líka notað Google Groups vefsíðuna.

oa-island-tilkynningar@googlegroups.com – Fyrir tilkynningar um fréttir eða viðburði. Sendið tölvupóst á oa-island-tilkynningar+subscribe@googlegroups.com til að skrá ykkur, eða notið Google Groups síðuna.

Við fundum nokkuð reglulega, á 1-2 mánaða fresti. Allir eru velkomnir á fundi og eru þeir auglýstir á oa-island listanum.

Hverjir?

Í forsvari fyrir hópinn teljast eftirfarandi sem hafa sótt fundi undanfarið eða á annan hátt tekið virkan þátt í starfinu (í stafrófsröð):