Loading Map....

Hvenær: 25/10/2013 11:15 f.h. - 4:30 e.h.

Hvar: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1, Reykjavík, 101 Reykjavík


Alþjóðlega Open Access vikan verður haldin hátíðleg 21. til 27. október næstkomandi. Í tilefni af þessu stendur OA Ísland, í samstarfi við Rannís, Háskólans í Reykjavík og fleiri aðila, fyrir málþingi um opinn aðgang að fræðiefni þann 25. október í fyrirlestrarsal HR. Aðalfyrirlesari verður Mikael Elbæk frá DTU í Danmörku. Málþingið fer fram að mestu á íslensku.

Markmið málþingsins er að fræða almenning og fræðasamfélagið á Íslandi um opinn aðgang og hvetja til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffi & með því.

Dagskrá

Fundarstjóri verður Ian Watson, Háskólanum á Bifröst og Samtíð, tímariti um samfélag og menningu

10:30 – 11:15 Skráning og kaffi
11:15 – 11:45 Staðan á Íslandi:  Guðmundur Á. Þórisson, Reiknistofnun Háskóla Íslands og ORCID
11:45 – 12:25 Aðal fyrirlesari:  Mikael Elbæk, DTU, Danmörku
12:25 – 13:00 Matarhlé.
13:00 – 14:00 Samhliða vinnustofur, öllum opnar:
   1) Ritstjórn/umsjón fræðirita á Íslandi. Stjórnendur: Ian Watson og Guðmundur Þórisson
   2) Ávinningur af OA og praktísk atriði fyrir fræðihöfunda. Stjórnendur: Sólveig Þorsteinsdóttir og Guðlaug Þ. Kristjánsdóttir
   ATH Fallið hefur verið frá þriðju vinnustofunni sem var ætluð stjórnendum og öðru fagfólki. Við biðjumst velvirðingar á þessu og bendum þeim sem völdu þessu vinnustofu við skráningu að taka þátt í annarri hvorri af hinum vinnustofunum.
Ítarlegri upplýsingar um vinnustofurnar verða birtar er nær dregur. Aðstaða verður í boði fyrir málþingsgesti sem hyggjast ekki taka þátt í vinnustofu og kjósa frekar að spjalla yfir kaffibolla á meðan, eða hópa sig saman í “deiglu” stíl (e. unconference) í kringum önnur umræðuefni ákveðin á staðnum.

14:00 – 14:45 Örerindi, ~5mín hvert
  Helgi Hrafn Gunnarsson, alþingismaður – Upplýsingar og skortur
  Ian Watson, Samtíð og Háskólanum á Bifröst – Aðstoð við bókahöfunda sem vilja setja verk sín í opinn aðgang
  Arnar Pálsson, Háskóla Íslands – Frá flugum til fræðigreina: frjálst aðgengi að efniviði og niðurstöðum
  Kristín Atladóttir, Háskóla Íslands – Opinn aðgangur, viðmið ekki regla
  Hrafn Malmquist, Landsbókasafni – Opinn aðgangur og WikiMedia
  Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú, kennslubókarútgáfu –  Er eitthvað til sem að heitir ókeypis hádegisverður?

14:45 – 15:10 Kaffihlé
15:10 – 16:10 Framgangur OA frá sjónarhóli stofnunar
  Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
  Eiríkur Rögnvaldsson, Hugvísindasviði Háskóla Íslands, Íslensku- og Menningardeild og meðlimur í vinnuhópi um stefnu HÍ um opinn aðgang
 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
 Magnús Gottfreðsson, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, Læknadeild og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi

16:15 – 16:30 Samantekt og málþingi slitið

 

Glærur fyrirlesara

Skráning

Bookings are closed for this event.

Comments are closed.